Tónskáldið og tónlistarmaðurinn Neil Diamond er 84 ára í dag. Ferill hans spannar áratugi og tónlist hans heyrist daglega um allan heim í túlkun alls konar tónlistarmanna og ekki síst í leikhléum á boltaleikjum þegar þulirnar skella Sweet Caroline á fóninn. Neil Diamond hefur selt fleiri hljómplötur en flestir aðrir; rúmlega 130 milljónir.