„Langt er síðan ég lærði að aka bíl í skafrenningi og vondu skyggni,“ segir Sigurður G. Tómasson fjölmiðlamaður og fyrrum borgarfulltrúi:
„Ef maður sér ekki næstu stiku stansar maður þangað til maður sér stikuna. Margir virðast halda að maður geti komist fyrr út úr vandræðunum með því að auka hraðann. Við það aukast líkur á að ferðinni ljúki utan vegar.“