Breska rokkstjarnan Marianne Faithfull er 78 ára í dag sem er hár aldur í hennar bransa. Það er helst að gamlir félagar hennar í Rolling Stones skáki henni en hún var einmitt kærasta Mick Jagger í æsku þeirra beggja og skóp hann feril hennar með laginu As Tears Go By. Eftir brokkótt gengi og löngu síðar kom svo platan Broken English þar sem The Ballad Of Lucy Jordan rís hæst: