„Ólíkt því sem margir halda hafa rafmagnshjólreiðar næstum jafn góð áhrif á heilsuna og „hefðbundnar“ hjólreiðar,“ segir Björn Ófeigsson ritstjóri á hjartalif.is:
„Notkun rafmagnshjóla gæti dregið úr hættu á hjartasjúkdómum, krabbameini, sykursýki, háþrýstingi og offitu samkvæmt niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við Hannover Medical School í Þýskalandi….Til gamans má geta þess að hér á hjartalif.is höfum við undanfarin ár hjólað fyrir hjartað á rafmagnshjóli. Undirritaður er hjartabilaður með gangráð/bjargráð og óhætt er að fullyrða að án rafmagnsins gæti ég ekki hjólað. Þetta hjólabrölt mitt hefur stórbætt lífsgæði mín og gert mér kleift að sinna útivist sem passar mér fullkomlega. Við þetta má bæta að göngur eru mér erfiðar en á rafmagnshjólinu finnst mér ég fráls eins og fuglinn og hjóla algjörlega verkjalaus.“