Nokkrar líkur eru á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2025 vegna mengunar frá flugeldum og búast má við því að styrkurinn verði yfir heilsuverndarmörkum. Svifryksmengun vegna flugelda er bæði varasöm og heilsuspillandi. Flugeldum fylgir líka rusl, sem þarf að koma á réttan stað. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á gáma fyrir flugeldarusl á tíu grenndarstöðvum um alla borg. Alls verða haldnar tíu áramótabrennur í Reykjavík á gamlárskvöld:
–
- Við Ægisíðu, lítil brenna, klukkan 20:30.
- Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna, klukkan 21:00.
- Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30.
- Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, klukkan 20:30.
- Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, klukkan 20:30.
- Við Stekkjarbakka, lítil brenna, klukkan 20:30.
- Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna, klukkan 20:30.
- Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna, klukkan 20:30.
- Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, klukkan 20:30.
- Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna klukkan 20:30.
Vakin er athygli á því að óheimilt er að vera með flugelda og skotblys við brennur en leyfilegt að vera með stjörnuljós og blys önnur en skotblys.
–
Á undanförnum árum hafa verið flutt inn um 600 tonn af skoteldum á hverju ári og er árið í ár engin undantekning.