„Um þessar mundir eru kaflaskil í lífinu,“ segir athafnamaðurinn og rithöfundurinn Ármann Reynisson sem sendir frá sér síðustu vinjettubók sína – no. 24.
„Ég hef haslað mér nýjan og áhugaverðan völl. Síðasta útgáfuteiti Vinjettuútgáfunnar verður haldið með glæsibrag í Tryggvaskála hjá Tómasi Þóroddssyni stórvert í Árnessýslu.“
Á bókarkápu síðustu vinjettubókarinnar segir:
„ÁRNESSÝSLA ER EITT AF BLÓMLEGUSTU LANDBÚNAÐARHÉRUÐUM ÍSLANDS OG ÞAR ERU
MARGIR AF EFTIRSÓTTUSTU FERÐAMANNAPERLUM LANDSINS. Í VINJETTUM XXIV ERU
MARGAR SÖGUR AF ÁHUGAVERÐU FÓLKI SEM ÞAR LIFIR OG STARFAR Í SVEIT SÍNS ANDA OG TENGIST NÁTTÚRUNNI ÓRJÚFANLEGUM BÖNDUM. ÞÁ LÝSIR HÖFUNDURINN MIS
ÁNÆGJULEGUM KYNNUM AF NOKKRUM ÞJÓÐÞEKKTUM SAMFERÐAMÖNNUM. ÓVÆNTIR
ATBURÐIR ÚR DAGLEGA LÍFINU OG LJÚFAR ÆSKUMINNINGAR ÁRMANNS REYNISSONAR
REKA LESTINA Í VINJETTUM XXIV. ÞAR MEÐ ER TUTTUGU OG FJÖGURRA BINDA VINJETTU
RITSSAFNS MEÐ 132 SÖGUM LOKIÐ.“