Tíu manna vinahópur fór a Jómfrúna í Lækjargötu til að gera sér dagamun. Jómfrúin er enginn skyndibitastaður og verðlagning hefur verið í samræmi við það. En viti menn, engu var líkara en verðbólgan hefði ekki náð inn í eldhús staðarsins:
„Við vorum mjög ánægð með þetta. Tíu manns, sumir með tvo rétti og reikningur upp á rétt 50 þúsund krónur með öllu.“ sagði einn gestanna og var með verðdæmi á takteinum:
„Ostakaka á 1.300 krónur, réttirnir frá 1.900 og upp í 3.600 og brauð dagins 2.900 krónur.“