„Ég var að leggja inn umsókn um reynslulausn, ætti að hafa góðan möguleika,“ segir Páll Jónsson harðviðarsali sem hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu (100 kíló) sem teygði anga sína frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi og handtökum á Íslandi þar sem Páll hlaut þyngsta dóminn, níu ár, á meðan meintir samverkamenn hans og höfuðpaurar fengu næstum helmingi styttri dóm.
PÁLL SÆKIR UM REYNSLULAUSN Í STÓRA KÓKAÍNMÁLINU
„Tek þvi rólega fram að niðurstöðu sem má vænta í byrjun október. Annars er svo mikið í gangi i þessum undirheimum, þetta er svo rotin mafía, sjálfur fékk ég þyngsta dóminn á meðan hinir í málinu virðast vera fórnarlömb. Sorglegt. Kannski skrifa ég kvikmyndahandrit og slæ í gegn,“ segir Páll í léttum dúr þó allt sé þetta honum þungbært.