Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og foringi Miðfokksins er í Færeyjum og á vart orð til að lýsa ánægju sinni með samfélagið sem þar blasir við honum:
„Í fríhöfninni spurði ég hvort ég mætti kaupa poka. Afgreiðslumaðurinn benti mér á að pokarnir væru aftast og vildi ekki greiðslu, „taktu eins marga og þú vilt”.
Aftast beið haugur af alvöru plastpokum.
Þar voru líka netin sem fólk setur utan um flöskur svo þær brotni ekki.
Ég var ekki með flösku en sé eftir að hafa ekki tekið eitt stk. sem minjagrip um þessa upplifun.
Fyrir utan flugstöðina biðu leigubílar. Allir skipaðir heimamönnum sem virtust hafa verið í bransanum í 25 ár. Á leiðinni til Þórshafnar var hægt að ræða við bílstjórann á íslensku og hann var með allt á hreinu. Þegar komið var á áfangastað buðumst við til að greiða meira en uppsett verð. Hann vildi ekki heyra á það minnst.
Hér í Færeyjum eru þeir m.a.s. með sérstök salerni bara fyrir konur. Í þessum rækilega merktu salernum geta konur verið í friði fyrir körlum í hreinu og fínu umhverfi.
Vonandi verður Ísland svona nútímalegt og framfarasinnað einn daginn.“
Húsmóðir í Vesturbænum skifar:
Myndhöggvarafélagið hefur útbúið viðvörunarskilti við innganginn í sýningargarði félagsins á Nýlendugötu. Mætti vera á fleiri stöðum borgarinnar og víðar. Eigandinn er...
Frá hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut
-
Við vekjum athygli á því að nú hefur kaffihúsið Kaffi Grund verið opnað. Það er nú opið alla daga vikunnar...
"Skömmin er mín," segir myndlistamaðurinn Jón Óskar sem lærði frönsku í menntaskóla og var að horfa á marglofaða sjónvarpsþætti um Vigdísi forseta:
"Ég var algjör...
Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarétt á lóð Laugardalshallar við Engjaveg. Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru rúmir tveir milljarðar króna -...
Vegfarandi sem leið átti um Hverfisgötu í dag rak augun í steinsofandi kött í útstillingarglugga verslunar. Hélt hann fyrst að kötturinn væri dauður, kannski...
Eitt frægasta vörumerki 20. aldarinnar; His Master's Voice.
Hundurinn hét Nipper vegna þess að hann "nippaði" alltaf aftan í fótleggi fólks sem átti leið hjá....
"Hvílíkir tímar sem við lifum á!," segir Guðmundur Franklín Jónsson Hægri grænn leiðsögumaður og frambjóðandi:
"Sjaldgæfur stjarnfræðilegur atburður mun eiga sér stað daginn eftir (21....
Þann 17. janúar opnar samsýningin "VEÐRUN" á verkum félaga í FÍSL – Félags íslenskra samtímaljósmyndara - í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands...
Þessi auglýsing birtist á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni Vinna á Selfossi með stuttum fyrirvara:
Hæhæ. Ég er 45 ára karl frá Úkraínu sem nú bý einn...
Þetta blasir við viðskiptavinum Eymundsson í Austurstræti þegar þeir ganga inn í búðina. Heill veggur á vinstri hönd á besta stað; íslenskar barnabækur á...