Vesturfari skrifar:
–
Hér er mynd af Ethel og Robert F Kennedy með níu börnum sínum í upphafi sjöunda áratugur. Á myndinni er sonur þeirra Robert F Kennedy yngri, umhverfislögfræðingur sem stendur á sjötugu og sækist eftir því að komast í Hvíta Húsið sem óháður. Hann hefur slitið tengsl við Demókrata en faðir hans var forsetaefni þeirra á sínum tíma og dómsmálaráðherra í stjórn bróður síns, John F. Kennedy. Nýjustu fréttir herma að Robert F Kennedy yngri hyggist draga framboð sitt til baka enda skortir orðið fjármagn og líkur á sigri engar þótt framboð gæti haft áhrif á úrslit forsetakosningana í nóvember nk.
Boga Ágústssyni fréttamanni hjá RÚV finnst augsýnilega lítið til RFK koma og kallar hann ,,Rugludall“ í Ríkisútvarpinu. Slíkar fyrirsagnir sjást hvergi hjá virtum fjölmiðlum erlendis þótt RFK hafi verið gagnrýninn á bólusetningar í Covid faraldrinum; telji íhlutun riasfyrirtækja í pólitík varasama o.s.frv. Boga finnst nóg að rökstyðja „rugludalla-kenninguna“ með því að segja ð Robert F Kennedy trúi á alls konar „samsæriskenningar“. Eru þetta vinnubrögð samboðin hlutlægum fréttaflutning opinbers fjölmiðils?