„Ég komst inn í Sound Art MFA námið í Columbia University í New York. Aðeins 3 komast inn á hverju ári. Ég er mjög spennt fyrir því að byrja í náminu, en nú stend ég frammi fyrir því að borga himinhá skólagjöld,“ segir Ása Önnu Ólafsdóttir tónskáld, gítar-, píanó- og orgelleikari. Hún gengur undir listamannsnafninu Asalaus og hef verið virk í grasrótarsenunni í Reykjavík:
„Skólagjöldin fyrir árið eru 74.722 bandarískir dollarar, en skólinn veitir mér styrk upp á 29.000 dollara. Þá eru eftir 45.722 dollarar, auk allskonar kostnaðar við námsefni og annan efnivið. Með þessari söfnun langar mig að höggva smá skarð í þessa tölu, restina borga ég með námslánum og mögulega öðrum styrkjum.“
Ása stefnir að 10 þúsund evra marki, kominn upp í 2.152 evrur og 25 dagar eftir.