HomeGreinarTÓK STARBUCKS HÁLFA ÖLD AÐ KOMA TIL ÍSLANDS

TÓK STARBUCKS HÁLFA ÖLD AÐ KOMA TIL ÍSLANDS

Kaffikall skrifar:

Þegar Starbucks byrjar hér á landi – ef marka má fréttir – þá verður rúm hálf öld liðin frá því að fyrsti Starbucks staðurinn opnaði í Seattle í Bandaríkjunum 1971. Fyrstu árin seldi Starbucks reyndar ekki kaffi, heldur kaffibaunir og tæki til að mala þær og hella uppá. En núna eru allir kaffidrykkir Starbucks seldir á fyrsta Starbucks staðnum á Pike’s Place markaðnum í Seattle og þar er löng biðröð alla daga. Fyrst og fremst eru það ferðamenn sem vilja „upplifa“ það að koma á fyrsta staðinn og taka sjálfur af sér. Upprunalega lógó staðarins hangir fyrir utan og fátt bendir til (annað en biðröðin) að þarna sé fyrsti anginn af kaffihúsakeðju með 35 þúsund staði um allan heim – og bráðum á Íslandi.

Án vafa verður röðin löng þegar fyrsti Starbucks staðurinn opnar hér á landi, ekki ósvipað og þegar Dunkin Donuts tók til starfa, eða McDonalds eða Burger King. Stóra spurningin er hvort Starbucks þrífst hér frekar en fyrrnefndar keðjur, sem allar hafa sagt skilið við Ísland. Ástæðan fyrir því hvað erlendu keðjurnar þrífast hér illa er sögð sú að reksturinn standi ekki undir greiðslunum til rétthafa vörumerkjanna. Nógu erfitt er víst að reka „venjulegt“ kaffihús á núlli þó ekki bætist við himinhá gjöld til alþjóðafyrirtækja. Svo er líka hitt, að kaffið á Starbucks þykir fremur þunnildislegt. Aftur á móti eru kaldir og sætir kaffidrykkir vinsælir hjá kaffihúsakeðjunni og aldrei að vita nema ríkir Íslendingar slái til og fái sér 1.500 krónu frappuchino til hátíðabrigða.

TENGDAR FRÉTTIR

GULLMOLI Á GRETTISGÖTU TIL LEIGU

Húsnæðið sem hýsti síðasta skósmiðinn í miðbæ Reykjavíkur á Grettisgötu 3 er nú til leigu. Þar var Þráinn skósmiður eitt sinn, svo tók Daníel...

BÓNUSHJÓL – LÚMSK AUGLÝSING

Þetta Bónushjól hefur sést víða í miðbæ Reykjavíkur. Tekur sig vel út í Bónuslitunum, lásinn er meira að segja í stíl og er lagt...

ÍSDROTTNINGIN Í SNJÓNUM

Ísdrottningin og forsetaframjóðandinn Ásdís Rán eyddi helginni á skíðum með Þórði Daníel Þórðarsyni í Bansko Ski Resort í Búlgaríu: "Bansko var að rokka um helgina...

BJÖSSI FANN LÍFSLÖNGUN AFTUR Á REYKJALUNDI

"Mikið er þetta líf nú undarlegt. Fyrir nokkrum mánuðum var ég þunglyndis kall sem sá engan tilgang með þessu brölti mínu gegnum lífið. Maður...

GALLABUXUR VALDA GEGGJUN – GO, JOHNNY GO!

Fréttir af gallabuxum Jóns Gnarr í þingsal Alþingis hafa valdið gamalkunnugum usla. Þetta hefur gerst víðar og oftar eins og Sveinn Markússon járnlistamaður í...

KRISTRÚN SETTI GUÐMUNDU Á VEGGINN

Kristrún Frostadóttir hefur skipt út málverki í skrifstofu forsætisráðherra eins og venja er með nýjum herrum. Kristrún hefur valið mynd eftir Guðmundu Andrésdóttur, geómetríska...

ÍSLENSKUR SKANDALL Á TENE – FRÉTTASKEYTI

Fréttaskeyti frá Tenerife - óskað er nafnleyndar: - Yfirstjórn Alvoteck fór í lúxúsferð til Tene. Á flottasta hótelið. Þar var mikið partý og sáust framkvæmdastjórar á...

INGVI ÞÓR ÞURFTI AÐ SANNA AÐ HANN VÆRI EKKI GERVIMENNI, HUNDUR EÐA…

"Óprúttinn aðili náð frá mér auðkenni og stofnaði undarlegan reikning á Instagram sem var eytt og Facebook-reikningi mínum síðan í leiðinni," segir Ingvi Þór...

ELDSPÝTUR Á GRUNDARSTÍG

Mynd af eldspýtustokk framan á rafmagnskassa við timburhús á Grundarstíg. Myndin sýnir Geysi í Haukadal og lykil. Lykillinn er vörumerki verksmiðjunnar sóló í Tékkóslóvakíu...

TVÍBURAR Í TAKT

Í tilefni af 60 ára afmæli tvíburabræðra (24. feb.) er loksins komið að fyrstu samsýningu þeirra í Gallerí Göngum í Háteigskirkju 22. feb. kl....

VINSÆLAR HOLUR

"Hér er mynd frá Hafnargötu í Keflavik, frá cirka 1975," segir Margeir Margeirsson athafnamaður frá Keflavík: "Þarna voru á þessum tíma svona holur í malbikinu...

SONUR GEORGS GUÐNA Í KLING&BANG

Hrafnkell Tumi, sonur hins goðsagnakennda málara Georgs Guðna (1961-2011), opnar sýningu í Kling & Bang í Marshallhúsinu á Granda laugardaginn 22. feb. Loftlína heitir...

Sagt er...

Það myndast langar raðir ferðamanna sem reyna að finna út úr greiðslukerfi borgarinnar í stöðumæla. Tíminn kostar peninga.

Lag dagsins

Fæðingardagur Nicky Hopkins píaónleikarans (1944-1994). "The greatest studio pianists in the history of rock music" er um hann sagt. Enda spilaði hann í upptökum...