„Kurt Vonnegut segir konunni sinni að hann sé að fara út að kaupa umslag: „Ó,“ segir hún, „ja, þú ert ekki blankur. Af hverju ferðu ekki á netið og kaupir hundrað umslög og setur þau inn í skáp?“
Svo ég þykist ekki heyra í henni. Og fer út að ná í umslag, því ég ætla að skemmta mér vel við að kaupa þetta eina umslag.
Ég hitti marga. Sé nokkra flotta krakka. Og slökkvibíll fer framhjá. Ég veifa til þeirra. Og ég spyr konu hvernig hundur þetta er. Og, og ég veit ekki. En boðskapur sögunnar er: Við erum hér á jörðinni til að vafra um. Og auðvitað munu tölvurnar taka það frá okkur. Og það sem tölvufólkið áttar sig ekki á, eða þeim er alveg sama um, er að við erum í rauninni dansandi dýrategund. Við elskum að hreyfa okkur. Og það er eins og við eigum alls ekki að dansa lengur. Stöndum öll upp og hreyfum okkur aðeins núna… eða dönsum að minnsta kosti.“