Skopfugl skrifar:
–
Pétur Jóhann Sigfússon kom fram á sjónarsviið sem fullskapaður grínisti fyrir tæpum aldarfjórðungi, þegar hann var kosinn Fyndnasti maður Íslands árið 2000. Það var símafyrirtækið Tal sem stóð fyrir kosningunni.

Pétur Jóhann hafði reyndar slípað grínhæfileika sína árum saman áður en hann var uppgötvaður 18 ára gamall á hæfileikaskemmtun Tals. Ekki síst voru það samstarfsmenn hans hjá Byko sem fengu að njóta skemmtilegheitanna.
„The rest is history“ má síðan segja um Skagfirðinginn knáa.