Bandaríski rithöfundurinn Ernes Hemingway (1899-1961) er afmælisbarn helgarinnar, hefði orðið 125 ára. Fáir höfðu jafn mikil áhrif á skáldsagnagerð á síðustu öld og Hemingway, hann gaf út sjö skáldsögur, sex smásagnasöfn og fékk Nóbelsverðlaunin 1954. Hemingway kom sér fyrir í Key West eyjaklasanum á syðsta enda Flórídaskaga þar sem heimili hans og uppáhaldsbar trekkja til sín ferðamenn í þúsundavís í hverri viku. Hann féll fyrir eigin hendi 1961 aðeins 62 ára saddur lífdaga.
Hér er titillagið úr kvikmyndinni Vopnin kvödd sem var gerð eftir einni frægustu sögu hans: