Tónelskur skrifar:
–
Ekki Bríet, ekki GDRN, ekki Herbert Guðmundsson, ekki Helgi fokking Björns, ekki Patrekur, ekki Aron Can.
Nei, það er Hafdís Huld sem hefur mestu almennu hlustunina á Spotify meðal Íslendinga. Lögin af plötu hennar „Vögguvísur“ eru með samtals yfir 70 milljónir hlustanir.
„Dvel ég í draumahöll“ hefur 10 milljón hlustanir, tvöfalt fleiri en Esja Bríetar.
Vissulega er Bríet með fleiri mánaðarlega hlustendur (60 þúsund) en Hafdís Huld (31 þúsund) en miklu fleiri lög Hafdísar eru spiluð að jafnaði.
Það fer ekkert á milli mála hverjir velja Hafdísi Huld á Spotify. Það eru foreldrar barna sem vilja róa þau fyrir svefninn. Vinsældir Vögguvísna benda til þess að þar hafi Hafdísi Huld tekist einstaklega vel til.
Hér er aðeins verið að spá í íslenska hlustun, ekki alla hlustun heimsins á íslenska tónlistarmenn. Þar skara framúr Björk, Sigurrós, Kaleo, Mezzoforte og OMAM.