Dagur íslenska hundsins er í dag, 18 . júlí, sem er fæðingardagur Mark Watson (1906-1979) sem bjargaði íslenska fjárhundinum frá útrýmingu. Á vefnum Íslenski fjárhundurinn – þjóðarhundur Íslendinga, segir meðal annars:
„Fjölskylda Watson hans var mjög auðug og átti búgarð í Skotlandi og sumarbústað í Austurríki. Hún bjó glæsilega í London…Watson var mikill hundamaður og var einn fyrstur manna til að gera sér grein fyrir að íslenska fjárhundakynið var að deyja út. Hann ákvað því að bjarga kyninu. Hann lét safna saman hundum sem fundust með hið dæmigerða útlit íslenska fjárhundsins og keypti þá. Síðar voru þeir sendir til Kaliforníu þar sem hann bjó um árabil á búgarðinum Wensum kennel í Nicasio.“
Í byrjun árs 1973 gaf Watson Íslendingum dýraspítala með öllum búnaði sem staðsettur var við hesthúsabyggðina í Víðidal í Reykjavík og er þá fátt nefnd af góðverkum Watson og velvild til Íslendinga. Mark Watson lést á heimili sínu í London í mars 1979.