„Höfugur blómailmur, hvísluð leyndarmál, sumarsviti á húð, faldar augngotur yfir herbergið – það er fátt jafn gefandi fyrir skilningarvitin og að vera skotið í einhverjum á sumrin,“ segir fjöllistakonan Margrét Maack
„Stígðu inn í hliðarheim fullan af girnd og glensi á Flórunni í Laugardal þann 19. júlí, leyfðu stjórstjörnum úr íslensku jaðarlistasenunni að draga þig á tálar, og gakktu út í miðnætursólina endurnært á sál og líkama af lífsorku og góðum drykkjum. Miðaverð inniheldur fordrykk sem tekur á móti þér í hurðinni.“
Aldurstakmark 20+, hentar ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans. Miðaverð: 5.900 kr.