„Íslenski leigubílamarkaðurinn var einfaldlega pikkfastur í örgustu fornöld, og stór hluti hans er það því miður enn,“ segir Pawel Bartoszek í borgarsstjórnarhópi Viðreisnar og heldur áfram:
„Fornöld þar sem kúnninn veit ekki hvað ferðin mun kosta þegar hann pantar hana. Sem þætti óboðlegt flestum öðrum viðskiptum.
–
Fornöld þar sem þú þarft að hringja í símanúmer, bíða, og veist ekkert hvenær bíllinn kemur.
–
Fornöld þar sem sá sem keyrir bílinn á erfiðasta vinnutímanum þarf oftar en ekki að fá lánað „leyfið“ frá einhverjum sem hefur haft leyfið svo áratugum skiptir. Fullkomlega óþarft kvótakerfi.
–
Fornöld þar sem kúnninn þarf allt of oft að sitja undir óumbeðnum ræðum frá bílstjórunum hitt og þetta. Læknum, hárskerum og þjónum á veitingastöðum tekst alveg að vinna sína vinnu án þeir upplýsi viðskiptavini sína um skoðun sína á útlendingamálum eða göngugötum…
–
Öpp á borð við Uber, Lyft eða Bolt hafa verið að svara þessum þörfum og umkvörtunum neytenda. Það er vandamálið sem þau hafa verið að leysa. Ég myndi aldrei aftur stíga um borð í leigubíl erlendis þar sem ég veit ekki lokaverðið.“