HomeGreinarSPESSI FLUTTI Í ÖRÆFIN - FAUK

SPESSI FLUTTI Í ÖRÆFIN – FAUK

,,Ég flutti í Öræfi í ágúst síðastliðinn, sem var töluverð áskorun fyrir mig. Þá var haustið að byrja og veturinn með myrkrinu sem varð svartara dag frá degi. Eftir smá tíma áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert á móti þessum kröftum í náttúrunni hérna í Öræfum. Krafturinn er þvílíkur að þú hneigir þig auðmjúkur. Hérna sérðu sjóndeildar hringinn þegar bjart er, og á veturnar sest sólin vestur frá þér þar sem þú stendur. Vindurinn og tómið haldast í hendur í þessu verki og vísa í tómið sem ég horfði inn í, þessi grái suddi sem varð dekkri með hverjum deginum. Einnig vísar verkið til tómsins sem ég upplifði í sálinni við að flytja svona afskekkt. Nú er sumarið komið og ég sé sjóndeildarhringinn; hinn eiginlega og sjóndeildarhringinn í sjálfum mér.’’
Föstudaginn 12. júlí kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Spessa í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið FAUK og stendur til sunnudagsins 4. ágúst. Listamaðurinn verður viðstaddur opnun sýningarinnar þar sem boðið verður uppá léttar veitingar og spjall.
Ljósmyndarinn Sigurþór „Spessi“ Hallbjörnsson er einn af mikilvægustu sjónrænum annálahöfundum Íslands. Stíll hans er djarfur, einfaldur og afhjúpandi, en hlaðinn húmor, samúð og skilningi á viðfangsefnum, stöðum eða aðstæðum sem hann myndar. www.spessi.com
TENGDAR FRÉTTIR

KARL ÁGÚST HÆTTUR AÐ FYLGJAST MEÐ FRÉTTUM – HENTAR HONUM PRÝÐILEGA

"Nú eru umtalsverðir áratugir síðan ég samdi og flutti þetta atriði í Áramótaskaupi. Þá fannst mér það fjölmiðlafár og - della sem ríkjandi var...

TAXI PIKKFASTUR Í FORNÖLD

"Íslenski leigubílamarkaðurinn var einfaldlega pikkfastur í örgustu fornöld, og stór hluti hans er það því miður enn," segir Pawel Bartoszek í borgarsstjórnarhópi Viðreisnar og...

MINNINGARATHÖFN OG ERFIDRYKKJA SVENNA Á MÓNAKÓ

Sveinn Reynir Sigurjónsson, þekktur karakter í mannlífsflóru miðborgar Reykjavíkur, lést flestum að óvörum fyrir nokkrum dögum. Minningarathöfn og erfidrykkja verður á barnum Mónakó á...

ERLENDUM RÍKISBORGURUM Á ÍSLANDI FJÖLGAR HELMINGI HRAÐAR EN ÍSLENSKUM

"Alls voru 78.901 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí sl. og fjölgaði þeim um 4.478 einstaklinga frá 1. desember...

JÓGA Í SUMARBÚSTAÐINN – HEIMSENDING

Take away jóga - tilkynning: - Ertu í sumarfríi en vilt fá jóga heim eða í sumarbústaðinn? Jógatímar með Jógasetrinu á netinu. Njóttu á þínum hraða á...

ZEBRABRAUT TRUFLAR UMFERÐ

Í næstu viku er áætlað að hefja framkvæmdir við gönguþverun þar sem Reykjastræti þverar Geirsgötu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir 15. júlí og klára verkefnið fyrir...

REYKJAVÍK TODAY

Reykjavík today / horft til vesturs / erla þórarinsdóttir

ALEXANDER HOLROYD ÞINGMAÐUR FRAKKA Á ÍSLANDI

Alexander Holroyd úr Miðjubandalagi Macron forseta var kjörinn þingmaður Frakka sem búsettir eru í Norður Evrópu eftir kosningakerfi sem greint var frá í frétt...

TANSANÍA STAL HJARTA SÖLVA

"Tansanía hefur stolið hjarta mínu. Frá víðáttumiklum sléttum til líflegra menningar, þetta land er stórkostlegt," segir Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður og heldur áfram: "En það er...

LÍFSLEIKNI LINDU

"Allir litlu daglegu vanarnir og rútínurnar eru það sem skiptir öllu máli þegar þú vilt gera breytingar til batnaðar," segir alheimsfegurðardrottningin og heilsugúrúinn Linda...

SUMARHÁTÍÐIR ÚT UM ALLT

Varla er hægt að þverfóta á landinu sumarið 24 vegna sumarhátíða sem dreifa sér þétt eins og sést á þessu korti. Helst eru það...

FRÖNSKU KOSNINGARNAR OG ÍSLAND

Ekki allir sem vita að Frakkar búsettir erlendis hafa samtals 11 þingmenn á franska þinginu. Frakkar á Bretlandseyjum, Skandinavíu, Færeyjum og á Íslandi  skipta...

Sagt er...

Þessi rússneska landbúnaðarbifreið var meðal vinninga í happdrætti DAS 1956 og kom upp á miða 13986 sem seldur hafði verið í umboðinu í Austurstræti....

Lag dagsins

Harrison Ford er 82 ára í dag. Einn mesti gullkálfur bandarískra kvikmyndaframleiðenda í Hollywood um áratugaskeið. Hann millilendir oft flugvél sinni í Keflavík og...