Kraftlyftingadeild Ármanns uppfyllir gamlan draum um að halda bekkpressumót utandyra í miðbæ Reykjavíkur. Mótið er fyrir karla og konur á ólíkum aldri.
Í ár fá 24 verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2024. Samtals eru veittir styrkir fyrir 4 milljónir króna en alls bárust 75 umsóknirí ár. Ármann datt í lukkupottinn.