Norsk stjórnvöld hafa bannað laxveiðar í 33 laxveiðiám í Noregi í sumar. Mikil hnignun á laxastofninum leiddi til þessarar ákvörðunar í lok júní. Laxveiði er vinsælt sport í Noregi yfir sumartímann, stundað af Haraldri konungi, auðugum viðskiptajöfrum og popstjörnum og nú fyrir nokkrum dögum náðist mynd af ofurstjörnuni David Beckham við veiðar í norskri laxveiðiá sem var friðuð. Er talið víst að hann hafi notið sérstakrar fyrirgreiðslu við úthlutin „veiðileyfis“. Hefur þetta valdið ólgu meðal heiðvirðra veiðimanna.
Nú segja stjórnvöld að hver lax skipti máli og að stofninum standi mikil ógn af sýkingum frá eldislaxi sem hafi sloppið meðfram strandlengju og í fjörðum landsins.
Landssamtök að baki laxveiðum, Norske Lakseelver, styðja ákvörðun stjórnvalda að banna laxveiðar í þessum 33 ám þrátt fyrir að sjá fram á stórkostlegt tekjutap af minni laxveiðum eða um 1,3 milljarða norskra króna. Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, segja samtökin.