HEBBI EDRÚ Í 17 ÁR

0
"Takk takk takk"
„1 júli og honum ber að fagna, 17 ár án hugbreytandi efna og tóbaks,“ segir dægurstjarnan Herbert Guðmundsson bláedrú og í banastuði: „Óendanlega þakklátur Guði, 12 spora samtökunum, starfsfólki Vogs sponsornunum mínum, og öllu því góða fólki sem hefur stutt mig á göngunni í gegnum árin. Takk takk takk.“
Og svo lætur hann ljóð fylgja með:
Ég hef barist móti vindi,
þannig lífið er,
en nú er ég staddur hér, já
og það leikur allt í lyndi
þakka fyrir það,
ég er góðum stað á,
Því að ég er sáttur að hafa náð
hingað, leiðin þyrnum var stráð, oftast nær
tókst mér samt að sigra, ég hafði ráð
hjá mér, hjá mér, hjá mér
Þú átt að elska þig eins og þú ert
og rækta þína sál og þitt hjartans mál
gera það sem þú getur gert
vertu stál í stál, kveiktu ástarbál.

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here