SKILNAÐARDRAMA Á AKUREYRI

0
Úlfar og bókin.
„Nú er ég sem sagt að lesa Love me tender eftir frönsku skáldkonuna Constance Debré,“ segir Úlfar Bragason fyrrum forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordal og nú öflugur samfélagsrýnir á samfélagsmiðlum. Og sagan heldur áfram:
„Aðlapersónan og sögumaður stendur í skilnaði og maðurinn vill einn fá umráðarétt yfrir syninum af því konan hefur sagt honum að hún sé farin að vera með öðrum konum. Maðurinn ásakar hana og vinkonur hennar fyrir að vera barnaníðingar og dómurinn tekur hann trúanlegan. Fordómar sem sagt. (Margir karlar þekkja þetta að konur áttu að sjá um börnin eftir skilnað og þeir fengu ekki einu sinni að hitta þau) Rétturinn var vanalega kvenna af því þær töldust betri uppalendur – karlar vanalega ómögulegir, sbr. allar barnaverndarnefndirnar. En hér er þessu snúið við.
Það var nú ekki algengt að hjón skildu á mínum æskuárum en það gerðist. Hjón í nágrennininu skildu og konan tók aðeins eina dóttur af fjórum börnum með sér í annað hjónaband. Önnur dóttir og tvíburi var heimagangur hjá okkur, hún var vinkona systur minnar, og mömmu var þess vegna mjög umhugað um uppeldi hennar. Hún var oft hjá okkur, mamma hjálpaði henni með heimavinnu í skólanum og kom henni í sveit. Hún hafði þó alltaf samband við föðursystur stúlkunnar um þetta, föðursystirin leit til með bróðurbörnum sínum. Þau systkinin voru skólasystkin mömmu úr barnaskóla. Um skeið var Halla eiginlega eins og aukasystir. Hún var vel gerð, vel greind og gaman að hafa hana heima. En svo hætti hún í MA og flutti til Danmerkur og giftist þar. Við misstum af henni. Nú er hún látin – eins og gengur og gerist.“

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here