Á síðasta ári fengu 20 þúsund einstaklingar aðstoð frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Í ársskýrslu sviðsins má meðal annars lesa að á árinu 2023:
- voru 32% notenda þjónustu velferðarsviðs börn
- voru 80% notenda heimahjúkrunar 67 ára og eldri
- fór hver notandi akstursþjónustu fyrir eldra fólk að meðaltali 43 ferðir á árinu
- bjuggu 515 einstaklingar í húsnæði fyrir fatlað fólk
- fengu 4.456 einstaklingar fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg
- var fólk sem fær þjónustu frá velferðarsviði 59 mismunandi ríkisföng
- var 120.071 máltíð send heim til fólks frá eldhúsinu á Vitatorgi
- tóku 624 einstaklingar þátt í virkni- og endurhæfingarúrræðum Virknihúss