Á árunum 1957 til 1976 voru reglulegar rútuferðir frá Londin til Kalkútta á Indlandi. 32 þúsund kílómetra leið sem tók 50 daga fram og tilbaka.
Hægt var að halla sér í rútunni, þar var lítið eldhús og öll herlegheitin kostuðu þá aðeins 145 pund. Vinsælastar voru stoppistöðvarnar í Vínarborg, Istanbul og Íran þar sem farþegar skoðuðu sig um og fóru í búðir.