„Hvað rigningin leggst vel í mig, þegar hún fær frið til að falla án þess að vera lamin áfram af stormi, og þessi fílingur að þar sem er vatn þar er líf,“ segir Tolli Morthens á kyrrlátum rigningardegi í Reykjavík:
–
„Alltaf sjást miklar breytingar á gróðri eftir svona skvettur og svo er það rytminn og takturinn sem rigningin býr til, og oní það þessi hljóðheimur sem droparnir magna upp, það verður til einhverskonar lífstaktur.
–
Man í den hve rigninga veður gat verið notalegt , annað hvort sem inni veður eða til að fara út og stífla læki eða ösla í drullupollum.
–
Í minninguni er eins og maður gerði öll veður að leiksviði, við krakkarnir gátum alltaf gert hvaða veður sem var að okkar.
–
Er ekki frá því að maður drekki kaffið með aðeins meiri núvitund þegar droparnir falla og bjóða góðan dag.
–
Rigningin rokkar.“