HomeGreinarFERÐAFÉLAG BARNANNA SLÆR Í GEGN

FERÐAFÉLAG BARNANNA SLÆR Í GEGN

Einn allra skemmtilegasti anginn á sterkum meiði Ferðafélags Íslands er Ferðafélag barnanna. Síðustu árin hefur þessi litli félagsskapur stækkað, eflst og þroskast með mjög fjölbreyttum göngum sem sumar hverjar eru einfaldar í sniðum og stuttar en aðrar lengri þar sem meira reynir á hvern og einn.

Félagið hefur notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi enda hefur því verið stýrt af öflugu fólki sem hefur haft það að markmiði að leiða börn og ungmenni út í hressandi göngur í borgarlandinu og í íslenskri náttúru. Börnin mæta auðvitað ekki ein því þetta er hugsað þannig að öll fjölskyldan njótiútiverunnar í sameiningu. Höfuðmarkmið Ferðafélags barnanna er því ekki bara að hvetja börn og foreldra til útiveru heldur er samveran í náttúru landsins ríkur þáttur í starfinu. Þannig fá börnin að upplifa undur umhverfisins með fjölskyldunni sinni og það fylgir því sönn gleði að gera það í félagsskap með fleirum.

Gaman saman - ævintýri á gönguför.
Gaman saman – ævintýri á gönguför.

„Já, við leggjum mesta áherslu á gleði þegar gengið er með krökkum,“ segir Hrönn Vilhjálmsdóttir, sem nú ræktar þennan mikilvæga kvist á Ferðafélagstrénu. Það gerir hún ásamt eiginmanni sínum Herði Ingþóri Harðarsyni og börnun sínum tveimur, þeim Signýju og Sölva.

„Það atvikaðist þannig að okkur bauðst að taka við keflinu í Ferðafélagi barnanna og við ákváðum eftir fjölskyldufund að slá til og takast öll á við þetta skemmtilega verkefni í sameiningu,“ segir Hrönn. „Samvera fjölskyldunnar er mjög mikilvæg. Að fara út í góðum félagsskap að ganga eða leika sér, það styrkir marga þætti sem við viljum efla bæði hjá börnum og fullorðnum. Þetta er félagsleg samvera, útivist og hreyfing í einum pakka. Svo er ekki hjá því komist að ungir sem aldnir verða endurnærðir á líkama og sál eftir samveru í náttúrunni.“

Gleðin allsráðandi í gönguferðum

Hörður Ingþór, Hrönn og krakkanir eru engir nýgræðingar í FÍ enda hafa þau farið í óteljandi ferðir með Ferðafélagi barnanna undanfarin fjórtán ár og reyndar fylgt félaginu alveg frá því það var stofnað.

„Já, við höfum verið með alveg frá upphafi. Við byrjuðum allra fyrst þegar dóttir okkar var bara pínulítil og hún hefur hreinlega stækkað með félaginu. Við bárum reyndar börnin okkar fyrst með okkur í magapoka, svo í bakpoka, en nú ganga þau bara sjálf um fjöll og firnindi,“ segir Hörður og hlær.

„Já, það þarf sko ekki mikið til að kveikja gleðina í þessu félagi þar sem krakkarnir eru án undantekninga mjög glaðir að vera úti í náttúrunni með öðrum krökkum á sviðuðu reki. Það er eiginlega skemmtilegast af öllu í ferðunum að sjá gleðina við hvert fótspor hjá börnunum. Þau eru snillingar í að vera í núinu og njóta þess að vera úti og sjá ævintýri í svo mörgu. Þau velta ekki fyrir sér veðrinu eða öðru sem við fullorðna fólkið erum oft að velta fyrir okkur.“

Hrönn segir að ferðirnar séu ekki allar léttar, þær geti því alveg tekið á og verið áskorun fyrir börnin og reyndar ekki síður fyrir þessi fullorðnu: „En þegar þannig háttar er svo gott að hugsa að hvert skref færir okkur nær áfangastæðnum. Á svoleiðis göngum finnum við eða sköpum okkar eigin ævintýri, segjum sögur, förum í leiki og á endanum náum við markmiðinu og þá getum við öll verið mjög stolt af okkur!“

„Við fjölskyldan elskum það að ferðast með Ferðafélagi barnanna,“ segir Ólöf Kristín Sivertsen forseti FÍ sem hefur afar jákvæða reynslu af þessum litla anga Ferðafélagsins.

„Við fórum fyrst með Ferðafélagi barnanna árið 2018 þegar við gengum Laugaveginn. Síðan þá höfum við farið á nær hverju ári í lengri ferðir og þær minningar sem við sköpum í þessum ferðum er ekki hægt að meta til fjár.“

Önnur stjórnarkona, Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, tekur í svipaðan streng en hún segir að Ferðafélag barnanna hafi kveikt í sér að fara á fjöll á ný eftir langt hlé. Fyrst fór hún í aðventuferð í Þórsmörk og síðan í fjölskyldugöngu um Laugaveginn. Upp frá þessu hafi hún svo tekið æ virkari þátt í göngum með FÍ sem hafi svo leitt til þess að hún hafi tekið að sér mikið ábyrgðahlutverk innan Ferðafélagsins.

Með fróðleik í fararnesti – Háskóli Íslands tekur þátt

Þau hjónin segja að Ferðafélag barnanna hafi átt í mjög virku og sérlega ánægjulegu samstarfi við Háskóla Íslands í röskan áratug þar sem fræðslu er bætt við göngurnar. Í þeim hefur vísinda- og fræðfólk HÍ gengið með fjölskyldunum og lagt kapp á miðla af þekkingu sinni um lífríki og umhverfi auk þess að útskýra flest allt sem ber fyrir augu. Þessar ferðir hafa verið kallaðar Með fróðleik í fararnesti en þær hafa notið gríðarlegra vinsælda. Verkefnið hlaut hvorki meira né minna en Vísindamiðlunarverðlaun Rannís núna í haust en verðlaunin eru veitt því verkefni, þeim einstaklingum eða rekstraraðilum sem þykja skara sérstaklega fram úr við að miðla vísindum til almennings. Í þessum göngum hefur sjónum gjarnan verið beint að mikilvægi sjálfbærnihugsunar í umgengni við náttúruna og göngurnar þannig tekið mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

„Með fræðslu eins og í þessum ferðum, og í almennt upplýstri umræðu, getum við gert enn betur í að vernda náttúruna,“ segir Hrönn. „Það er brýnt að við getum öll tekið upplýstar ákvarðanir með það að markmiði að vernda íslenska náttúru. Hún er einstök á heimsvísu og okkur ber að vernda hana.“

Núna í vor var farið í mjög fjölmenna fuglaskoðunarferð með Háskóla Íslands um Grafarvoginn þar sem fuglafræðingar HÍ svöruðum óteljandi spurningum um farfuglana okkar og áhrif umhverfisbreytinga á lifnaðarhætti þeirra og skilyrði til ætisöflunar og varps. Fræðingarnir skýrðu ýmislegt um varpið og vegalengd flugsins sem er stundum með ólíkindum eins og í tilviki kríunnar sem flýgur um 80 þúsund kílómetra á hverju ári til og frá varpstöðvum. Vísindafólkið mætti líka með öfluga sjónauka sem gerði unga fólkinu og foreldrunum kleift að sjá farfugla í ótrúlegu návígi á leirunum í voginum þar sem þeir leita ætis snemma á vorin. Í hópi þeirra voru tegundir eins og rauðbrystingur og tildra sem eru hér einungis vor og haust til að hlaða á tankinn á ferð sinni til og frá varpstöðvum.

Norðurfjörður í uppáhaldi

Þau Hrönn og Hörður segja að allar ferðirnar sem þau hafa leitt hafi verið mjög lærdómsríkar og líka afar ánægjulegar. Íslendingum er oft tíðrætt um veðrið því það er aldrei hægt að ganga að því sem vísu og flest vilja bjartviðri á gönguför. Það er nú samt þannig að þótt rigni þá er oftast að hægt að klæða veðrið af sér og hjá Ferðafélagi barnanna verða líka til mikil ævintýri í súldinni. Þau leggja bæði mikla áherslu á að öryggið sé algjört lykilatriði og að aldrei séu teknar neinar áhættur í ferðum félagsins.

Þegar vikið er að öllum þeim fjölbreyttu stöðum sem fjölskyldan hefur troðið í reynslupakkann eru þau alveg sammála um að allir staðir heilli á sinn hátt þótt sumir séu kannski „pínu uppáhalds.“

„Að koma í Norðurfjörð í Árneshreppi er til dæmis eins og að koma í annan heim en skáli Ferðafélags Íslands, Valgeirsstaðir, stendur þar við fjörðinn og það eru miklir töfrar á þessu svæði sem felast í stórbrotinni náttúru, kyrrð og fegurð,“ segir Hrönn. „Í Norðurfirði er hægt að fara í sjóinn beint úr skála Ferðafélagsins, ganga á fjöll, veiða, fara í Krossneslaug, leika sér og finna og skapa óteljandi ævintýri.“

Hrönn bætir því við að samverustundir í náttúrunni gefi fólki kjörið tækifæri á að stíga út úr amstri hversdagsins en öll vitum við að þar getur asinn verið gríðarlegur.

„Að njóta fegurðar, kyrrðar og þess einfaldleika sem íslensk náttúra býr yfir endurnærir mann og dregur úr streitu. Líkaminn styrkist og allt eirðarleysi hverfur eins og dögg fyrir sólu.“

Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

KORMÁKUR OG SKJÖLDUR Í BRYNJU Á LAUGAVEGI

Viðskiptaveldi Kormáks og Skjaldar er að flytja inn í sögufrægt hús verslunarinnar Brynju á Laugavegi sem staðið hefur autt um skeið eftir að Brynja...

PALESTÍNUSTRÖND 1944

Þetta er strönd í Palestínu 1944. Fjórum árum síðar var Ísraelsríki stofnað.

ALDURSFORSETI ALÞINGIS TIL Í SLAGINN

Tómas A. Tómasson alþingismaður Flokks fólksins er aldursforseti þingsins sem nú verður endurnýjað í boðuðum kosningum. Tommi er ánægður með titilinn: "Ég er 75 ára...

ERLA LOKKAR OG LAÐAR Í RAMMAGERÐ

Þessi risamynd blasir við viðskiptavinum Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg þegar þeir ganga inn. Íslenk kona, umvafin íslenskri ull lokkar og laðar og virkar hvetjandi á...

INGA SÆLAND Í HLUTVERKI SOFFÍU FRÆNKU

Í væntanlegri kosningabaráttu, og reyndar allan sinn pólitíska feril, hefur Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið í hlutverki Soffíu frænku eins og við þekkjum...

DULARFULL LOKUN Á NESJAVALLALEIÐ

Öðruvísi fór en til stóð í helgarbíltúr fjölskyldu sem ætlaði til Þingvalla Nesjavallaleið frá Vesturlandsvegi við Geitháls. Risastór skilti hefti leið þar sem varað...

EKKI PRÍLA Á HUNDINUM

Fyrir hálfa milljón er hægt að kaupa hund í Húsgagnahöllinni sem aldrei þarf að fara með út að ganga né hirða upp skít. Þægilegri...

FORSETINN Á AFMÆLI – KLÚTADAGUR Á HRAFNISTU

Vistfólk á Hrafnistu er með klútadag í tilefni af afmæli Höllu Tómasdóttur forseta sem er 56 ára í dag. Plaköt voru prentuð, kátt á...

HVAÐ ER FRIÐUR FYRIR MÉR?

Myndir sjö reykvískra grunnskólanema hafa verið valdar sem framlög Reykjavíkur í alþjóðlega myndlistarsamkeppni barna. Samtök friðarborgarstjóra, Mayors for Peace, standa árlega fyrir keppninni í...

PERUSVINDL LEIÐRÉTT Í KRÓNUNNI

Hilluverð á perum í Krónunni á Hallveigarstíg hefur verið leiðrétt eftir að frétt um málið birtist hér. Stykkið af perum sem kostaði 55 krónur í...

ENGLANDSBANI GRIKKJA

Ivan Jovanović stakk í stúf og vakti athygli þar sem hann sat á hækjum sér á hliðarlínunni í leik Grikkja og Englendinga í Þjóðadeidinni...

PERUSVINDL Í KRÓNUNNI

"Stundum þarf maður að kveikja á perunni. Þarna er verið að plata neytendur," segir viðskiptavinur Krónunnar á Hallveigarstíg sem greip með sér eina peru...

Sagt er...

Jens Garðar er 47 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996, stundaði nám við...

Lag dagsins

Kristján krónprins Dana er 19 ára í dag. Hann þykir efnilegastur allra prinsa í Evrópu og myndarlegur eftir því. Hann verður kóngurinn þegar fram...