HomeGreinarFORSÆTISRÁÐHERRA BÝÐUR UPP Á 8.000 BOLLAKÖKUR Á 17. JÚNÍ

FORSÆTISRÁÐHERRA BÝÐUR UPP Á 8.000 BOLLAKÖKUR Á 17. JÚNÍ

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta og veglega dagskrá í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá því að Ísland varð lýðveldi. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt.

Morgundagskrá á Austurvelli

Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11:10 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni.

Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans. Lúðrasveitin Svanur leikur við athöfnina.

Skrúðganga 

Klukkan 13:00 leiða skátar glæsilega skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju að hátíðarsvæðinu í Hljómskálagarði. Í skrúðgöngunni kennir ýmissa grasa og má búast við að furðuverur muni láta sjá sig í göngunni, sirkuslistafólk leikur listir sínar og Lúðrasveit verkalýðsins leikur undir. Skemmtidagskrá verður einnig á Klambratúni.

Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir öll og ætti engum að leiðast, dans, sirkus og hoppukastalar. Hljómsveitin Celebs, Páll Óskar, Teitur Magnússon og Una Torfa ásamt hljómsveit verða á stóra sviðinu í Hljómskálagarðinum. Á Klambratúni verður boðið upp danssýningu frá Dans Brynju Péturs, Sirkus Ananas bregður á leik fyrir yngstu börnin, matarvagnar og DJ Fusion Groove sér um að halda uppi stemningunni. Harmonikufélag Reykjavíkur verður svo með alvöru ball í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagskrá lýkur klukkan 17:00.

Kórsöngur og 8000 bollakökur

Á Austurvelli verður boðið upp á sönghátíð þar sem 6 kórar flytja sönglög frá klukkan 13:00-16:00. Á sama tíma geta gestir og gangandi gætt sér á 8000 lýðveldisbollakökum og kaffi, á Parliament Hotel, í boði forsætisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar

TENGDAR FRÉTTIR

ÆPANDI ÞÖGN Í MILLJARÐADEILU

"Það er algjör þögn og engar athugasemdir eða beiðni um leiðréttingar eða neinar athugasemdir af neinu tagi. Það er æpandi þögn," segir Björn Thorsteinsson...

„BELLE DU JOUR“ SLÓ Í GEGN Á ÞORRABLÓTI

"Inga Sæland er belle du jour," segir í pósti sem borist hefur: "Borgarstarfsmenn voru með þorrablót s.l. föstudagskvöl. Leynigestur kvöldsins var Inga Sæland. Hún fór...

ÁSTARKOSS HARRY OG MEGAN

Borist hefur myndskeyti: - Hver segir að ástin sé ekki enn til staðar hjá Harry og Megan? Þessi mynd var tekin um helgina þegar Invictus leikarnir...

STEINALDARSKVÍSUR Á BABALÚ

Steinaldarskvísurnar Vilma og Telma ræða málin í sjónvarpi frá annarri öld í glugga veitingastaðarins Babalú á Skólavörðustíg Og jólasveinarnir skemmta sér kounglega á meðan.

MUGGUR TIL SÖLU

Til sölu: Höf: Muggur Guðmundur Thorsteinsson Stærð: 29 x 27 ( 59 x 51) Gerð : kol og vatnslitur árg: 1920 Uppl. gudmundur@listamenn.is ... 8632121

HALLA FORSETI FELUR FORVERA SÍNA Á FORSETI.IS

Lýðveldissinni skifar: - Nú er enga sögu að finna lengur á vefslóðinni forseti.is en samkvæmt henni hófst saga íslenska forsetaembættisins með Höllu Tómasdóttur. Ekkert er að finna...

UNGUR NEMUR, GAMALL TEMUR…

"Ungur nemur, gamall temur," sagði Össur Skarphéðinsson fyrrverandi umhverfisráðherra þar sem hann sat með Jóhanni Páli Jóhannssyni núverandi umhverfisráðherra á Forréttabarnum á Nýlendugötu í...

RÁÐHERRAR SAMAN Í BARNAAFMÆLUM

Sagt er að aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, Ólafur Kjaran Árnason (Sigurjónssonar fyrrum lögreglustjóra), sé kvæntur systur Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Þannig...

SVITNAÐI Í TJALDI OG SÁ ALLSBERAR MEYJAR OG SJÖ SVANI

"Ég ákvað að læra jóga í covid og það var nú meira bullið," segir Jón Óskar myndlistarmaður og heimspekingur og svo tók annað við: - "Tolli...

GUNNLAUGUR TALDI HRAÐAHINDRANIR Í REYKJAVÍK

"Ég keyrði í fyrradag norður Kringlumýrarbrautina," segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson landsþekktur langhlaupari og sveitarstjórnarmaður um árabil: - "Svo beygði ég af henni austur Borgartún fram hjá...

HRAÐSTEFNUMÓT FYRIR ELDRI BORGARA Í BÍÓ PARADÍS

Kvikmyndahúsið Regnboginn efnir til hraðstefnumóts fyrir eldri borgara í tilefni af frumsýningu myndarinnar Eftirlætis kakan mín (My Favorite Cake) miðvikudaginn 12. febrúar kl 14:00...

REYKJAVÍK LOKAR VEGNA VEÐURS

Öllum starfsstöðum menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið lokað út daginn í dag en nýjar tilkynningar varðandi morgundaginn munu berast síðar á miðlum starfsstöðva...

Sagt er...

"Einstæður læknanemi á Valentínusardegi" heitir þessi mynd. Valantínusardagurinn er á föstudaginn, 14. feb.

Lag dagsins

Roberta Flack er afmælisbarn dagsins (86). Þekktust fyrir "Killing Me Softly", lag sem lagði undir sig heiminn og heyrist víða enn. Einnig náði hún...