HomeGreinarFORSÆTISRÁÐHERRA BÝÐUR UPP Á 8.000 BOLLAKÖKUR Á 17. JÚNÍ

FORSÆTISRÁÐHERRA BÝÐUR UPP Á 8.000 BOLLAKÖKUR Á 17. JÚNÍ

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta og veglega dagskrá í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá því að Ísland varð lýðveldi. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt.

Morgundagskrá á Austurvelli

Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11:10 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni.

Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans. Lúðrasveitin Svanur leikur við athöfnina.

Skrúðganga 

Klukkan 13:00 leiða skátar glæsilega skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju að hátíðarsvæðinu í Hljómskálagarði. Í skrúðgöngunni kennir ýmissa grasa og má búast við að furðuverur muni láta sjá sig í göngunni, sirkuslistafólk leikur listir sínar og Lúðrasveit verkalýðsins leikur undir. Skemmtidagskrá verður einnig á Klambratúni.

Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir öll og ætti engum að leiðast, dans, sirkus og hoppukastalar. Hljómsveitin Celebs, Páll Óskar, Teitur Magnússon og Una Torfa ásamt hljómsveit verða á stóra sviðinu í Hljómskálagarðinum. Á Klambratúni verður boðið upp danssýningu frá Dans Brynju Péturs, Sirkus Ananas bregður á leik fyrir yngstu börnin, matarvagnar og DJ Fusion Groove sér um að halda uppi stemningunni. Harmonikufélag Reykjavíkur verður svo með alvöru ball í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagskrá lýkur klukkan 17:00.

Kórsöngur og 8000 bollakökur

Á Austurvelli verður boðið upp á sönghátíð þar sem 6 kórar flytja sönglög frá klukkan 13:00-16:00. Á sama tíma geta gestir og gangandi gætt sér á 8000 lýðveldisbollakökum og kaffi, á Parliament Hotel, í boði forsætisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar

TENGDAR FRÉTTIR

SAMBAND MICHAEL JACKSON OG BJARKAR 2003

Hin eina og sanna Björk Guðmundsdóttir fékk póst frá Michael Jackson árið 2003 sem sendur var á heimasíðu hennar. Svona var það: --Michael Jackson, Santa...

105 ÁR FRÁ FÆÐINGU HELGA HÓSEASSONAR

Helgi Hóseasson (1919-2009) húsasmíðameistari á Langholtsvegi, mótmælandi og andófsmaður í sérflokki, hefði orðið 105 ára í dag. Sjá forvitnilega umfjöllun hér.

VEISLAN HEFST Á MORGUN

Afmælistónleikar Helga Björns eru í Hörpu um helgina en Helgi þjófstartaði afmælinu í Hofi fyrr í haust. "Við erum búin að vera að undirbúa þessa...

STUÐ Á AKUREYRI – SIGMUNDI EKKI VÍSAÐ ÚT

"Þð er stuð á Akureyri," segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir...

X-D Á LEIÐINNI HEIM FRÁ TENERIFE

"Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands...

STJÓRNIÐ AUKAKÍLÓUNUM MEÐ EGGJUM

"Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu...

SIGURSÆLIR SUNDKAPPAR

Árið er 1949. Staðurinn líklega Sundhöll Reykjavíkur. Iðnskólinn þar rétt hjá. Helga Erlends veit meira um málið enda pabbi hennar á myndinni: "Sundkappar sem voru...

GUÐJÓN MINNIST VINAR

"Gamall vinur minn, Kristján E. Guðmundsson, öðru nafni Diddi, er borinn til grafar í dag," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur: "Við vorum samkennarar í...

JÓLATÓNLEIKAR SNORRA

Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember. Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi,...

HAARDE ÁRITAÐI FYRIR SÓLRÚNU

Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn...

SUNNUDAGSMATUR SMÁFUGLANNA

Góðborgari (rís undir nafni) í miðborg Reykjavíkur útbjó sunnudagsmat fyrir smáfuglana þegar frostið herti í gær. Smáttskorið epli með salti á köntunum. "Allt samkvæmt reglum...

STJÖRNUSPEKINGUR KEYRIR FATLAÐA

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur var landsfrægur stjörnuspekingur á árum áður, þótti naskur þegar hann tengdi stjörnumerki saman, teygði til allra átta og fékk yfirleitt niðurstöðu...

Sagt er...

Borist hefur póstur: - Gísli Marteinn er sjálfum sér samkvæmur. Í sjónvarpi allra landsmanna svo áratugum skiptir - og alltaf í sömu skónum.

Lag dagsins

Dægurstjarnan á himni þokkadísa heimsins á síðustu öld, Bo Derek, er 68 ára í dag. Sló í gegn í rómantísku gamanmyndinni "10" þar sem...