Sú var tíðin að bensínstöðvar voru mikilvægar við rekstur bíls – þar var olían mæld, skipt um perur og jafnvel viftureimar og starfsmenn á plani sífellt viðbúnir.
Nú er þesu endanlega lokið hjá Olís og olían er ekki lengur mæld á plani. Stendur þá lítið eftir nema eldsneyti í sjálfssala og sjoppan sjálf.
N1 stendur hins vegar enn í lappirnar og þjónustar kúnna sína á bensínstöðvum með sóma. Þar til annað kemur í ljós.