„Í dag fögnum við 10 ára brúðkaupsafmæli,“ segir forsetaframbjóðandinn Halla Hrund og lítur upp úr erli dagsins og hugsar til eiginmannsins, Kristjáns Freys Kristjánssonar:
„Ævintýrið okkar byrjaði í dansi á Þjóðhátíð og síðan þá höfum við tekið ófá danssporin saman, stofnað fjölskyldu, byggt upp heimili, ferðast um heiminn og farið saman í gegnum svo margt.
Lífið er ekki alltaf salsa eða tangó, stundum er það tregafullur vals, stundum leiði ég og stundum leiðir Kristján en við komumst alltaf í gegnum sporin, saman.
Ég er svo þakklát fyrir þessi tíu ár, fyrir þetta ævintýri sem við eigum saman. Kristján er frábær dansfélagi í gegnum lífið og ég er svo óendanlega þakklát að hafa minn besta vin og stelpurnar okkar tvær mér við hlið hvern dag.“
