„Ég snæddi einu sinni hádegismat í heimahúsi í Camden Town, London, með Arthur Miller. Ég sat við hliðina á homum og við borðuðum pasta með trufflusveppum sem sameiginlegir vinir okkar höfðu tínt dagana áður á Ítalíu“ segir Jessica Martin.
„Arthur var ljúfur og skemmtilegur og hógvær. Það lá auðvitað beinast við að hlusta vel á það sem þessi stórkostlegi listamður, einn af stærstu höfundum 20. aldarinnar, léti út úr sér, en ég man að ég greip sjálfan mig í að hætta stundum augnablik að hlusta á viskuna sem flóði út úr Arthur og glápa þess í stað á stórar og freknóttar hendurnar á honum og hugsa, „þessar hendur hafa snert Marilyn Monroe“.