Jónatan Hermannsson landgræðslumaður og skáld birti þessa mynd fyrir 9 árum – nákvæmlega á þeim degi sem er núna – 18. mai 2015:
–
vorið fór eins og vindsveipur yfir Vesturbæinn
–
ég tók olíu á bensínstöðinni við Ægissíðu
og fann það þjóta yfir
„er nokkuð yndislegra,
–
leit auga þitt nokkuð fegra
en vorkvöld í vesturbænum“
vesturbærinn er staður vorsins – það er skáldinu að þakka
–
„og vorið kom í maí
eins og vorin komu forðum
með vængjaþyt og sólskin
og næturkyrrð og angan“
–
skáldskapurinn velur heiminum lit – býr til glaða borg með sólskini
„strætin syngja
gatan glóir
grasið vex á Arnarhól“
–
og hvergi annars staðar í heiminum
mundi vera hægt að nefna í sömu andrá borg og sólskin og nótt
–
„nóttin bíður
björt og fögur
borgin ljómar
sólin skín“
–
og við
sem komin erum yfir miðju tímans
verðum á einhvern undarlegan hátt ung aftur
bara eina smástund
á einu sólskinskvöldi vorsins