„Ég átti leið um grenndargámastöðina við Vesturbæjarlaug í gær. Ástandið var einfaldlega fárárnlegt. Í fyrsta lagi þá var gámunum ekki raðað upp snyrtilega eða í beinni línu heldur var bara kastað einhvernvegin. Ef af bílstjórnarnir sem tæma þessa gáma myndu bara gefa sér eina mínútu í viðbót og hugsa smávegis, þá væri þetta miklu betra,“segir Teitur Atlason sem gengur vakandi um borina og sér ýmislegt.
RAUÐI KROSSINN RÆÐUR EKKI VIÐ RUSLIÐ
„Svo var HELLINGUR af fötum fyrir utan fatagámana (sem eru núna tveir) og alveg ljóst að Rauði krossinn ræður ekkert við þetta verkefni.
Hér er sönn setning. Þið heyrði ekki margar þannig í dag eða í vikunni ef því er að skipta.
„Það skiptir engu máli hvað margir fatagámar eru á þessu svæði – ef þeir eru ekki tæmdir reglulega“.
Ég endurtek. Ef fatagámarnir eru ekki tæmdir – þá verður alltaf subbulegt í kringum gámana. Ég vona að einhver frá Rauða krossinum lesi þetta. Ef það á að leysa þetta ömurlega vandmál, þarf að tæma gámana.
Nú ætla ég að vakta svæðið.