Lesandi skrifar:
–
Líklega hefur engin grein á Vísi hlotið jafn miklar og jákvæðar undirtektir og grein Völu Hafstað um það sem hún kallar nýlenskuhernaðinn gegn íslenskunni.
Nánast annar hver maður á Facebook hefur deilt greininni og hún hefur fengið 4.600 „læk“ á Vísi, sem er algjört met.
Vala átelur sérstaklega Ríkisútvarpið fyrir þá „misskildu jafnréttisbaráttu fréttamannanna að útrýma orðinu maður hvenær sem færi gefst.“ Vala, sem er leiðsögumaður og skáld, segir undarlegan þann misskilning að reyna að afmá karlkyn úr orðum til að gera þau hvorugkyns. Ætlum við þá að hætta að tala um Kínverja og tala frekar um Kínafólk vegna þess að orðið Kínverji er í karlyni, spyr hún.
Og að lokum skrifar Vala: „Við erum nefnilega þegar orðin svo hörundsár og sjálfhverf sem þjóð að við lítum á tungumálið okkar sem aðför að eigin persónu í stað þess að sjá hvílíkur fjársjóður það er. Nýlenskuherinn hefur kennt okkur að leita að móðgun í hverju orði í stað þess að efla máltilfinningu hvers mannsbarns með því að auka íslenskukennslu, lesa fyrir börnin okkar og hvetja þau til lesturs vandaðra bóka.“