Gary Cooper (1901-1961) var vinsælasti leikari Bandaríkjanna á gullöld kvikmyndanna um miðja síðustu öld. Hann hafði sinn eigin stíl hvort sem var í klæðnaði eða leik, gagnrýnendur elskuðu hann sem og félagar í leikarastétt svo ekkki sé minnst á bandaríska alþýðu. Cooper sat lengi í ellefta sæti af 25 á lista AFI yfir klassíska karlleikara í Hollywood.