Mokka á Skólavörðustíg, þekktasta kaffihús höfuðborgarinnar, selur nú áfengi, vín og bjór eins og hver vill hafa. Á árum áður komu fastagestirnir, bóhemar og skáld, með eigin pela sem þeir höfðu undir borðum og blönduðu í ítalska kaffið. En nú er öldin önnur:
„Við byrjuðum á þessu 17. júní í fyrra,“ segja afgreiðslustúlkurnar.