Grafíski hönnuðurinn Örn Smári Gíslason átti „bestu upplifun Hönnunarmars“ að mati margra sem heimsóttu sýningarbás hans á hátíðinni.
Örn Smári vinnur mynstur og form eins og það birtist á roði og hreistri fiska með ýmsum hætti eftir tegundum. Áferðina vinnur hann svo grafískt, ekki roðið sem slíkt heldur það sem sést og yfirfærir á áklæði, veggfóður, stólasetur og jafnvel töskur. Útkoman verður bæði falleg og flott eins og sjómenn vita sem sjá glitrandi fiska í sjó – hver með sína áferð. og Örn Smári veit hvað hann syngur enda sonur sjómannss og fisksala.
Framleiðsla Arnar er að ná augum og eyrum heimsins enda ekki aðrir í samkeppni við pælingar hönnuðarins sem fer svo snildarlega eigin leiðir.