Sveinn Markússon járnlistamaður segir söguna um koparinn í kauphöllinni Börsen í Kaupmannahöfn sem brann fyrir skemmstu – byggt 1624. „Sjáið handverkið,“ segir hann:
–
Blessað handverksfólkið.
Trésmiðunum og koparsmiðunum sem höfðu unnið að endursmíði á þaki gömlu kauphallarinnar síðan síðla árs 2022, sáu sína vinnu brenna upp á þriðjudaginn sem var.
Þriðjungur af 3700 fermetra eirþakinu var í endursmíði, ásamt nýjun á timburvirki, sem fylgdi með.
–
Upprunaleg þakklæðning var úr blýi, en var rifin af húsinu í einu af síðustu stríðum Dana við Svía, og voru fallbyssukúlur steyptar úr þakklæðningu.
Nýverið var í gangi endurklæðning á þriðjungi af þökunum og var notaður endurunninn kopar frá Finnlandi. 40 tonn!
–
Kopar og trésmiðunum sem mættu til vinnu kl. 06.30 þá um morgunnin og þurftu að flýja branninn hefur öllum verið boðið áfallahjálp.
–
Fjórir milljarðar íslenskra króna kostar verkið og eigandi hússins sem er í eigu Dansk Erhverv, Atvinnurekendasambandsins, ætlaði að borga helming. Restin er fengin úr ýmsum sjóðum.
Sjáið myndirnar af þessu handverki!