Beski auðmaðurinn, Sir Jim Ratcliffe, sem safnað hefur jörðum á Norðausturlandi hefur nú keypt jörðina þar sem fjölmiðlastjarnan Gunna Dís ólst upp ásamt með fjölskyldu sinni í Vopnafirði. Þar hyggst hann byggja sumarhöll í stil við það sem breska yfirstéttin hefur gert um aldir. Ekkert minna.

Gunna Dís undirbýr sig núna fyrir fyrir Eurovision þar sem hún verður kynnir en af Ratcliff er það helst að frétta að hann hljóp Maraþon í gær áður en hann fór á Wembley til að sjá lið sig, Manchester United, verða sér til skammar gegn 1. deildar liði Coventry. Þungbrýnn í stúku sinni.