Rétt áður en komið er að síðasta hringtorginu á leið í Leifsstöð er kominn malbikaður göngustígur sem stytti leið gangandi túrista á flugvöllinn. Gallinn er sá að göngustígurinn endar á miðjum akveginum eftir hringtorgið og og þá er helmingurinn eftir.
Þessir tveir túristar börðust áfram í beljandi rigningu og keflvísku roki með töskur sínar og sáu til flugvallarins eins og þyrstir menn í eyðimörk sem sjá allt í einu pálmatré og vatnsból handan hornsins. En þau enduðu upp á hraðbrautinni miðri aftur.