HomeGreinarSTÖPULLINN STYTTUR SVO BÖRN GETI KLAPPAÐ FOLALDINU

STÖPULLINN STYTTUR SVO BÖRN GETI KLAPPAÐ FOLALDINU

Framkvæmdir á Hlemmi teygja sig nú upp á næstu þúfu þar sem myndastytta Sigurjóns Ólafssonar af hryssu og foladi hefur staði lengi. Styttan verður flutt örlítin spotta og verður stöpullinn styttur nánast að jörð.

Til hvers? er spurt. Og svarið er: Til að börn geti klappað folaldinu!

Þær eru ýmsar hugmyndirnar sem skjóta upp kollinum á fundum skipulags og umhverfismála hjá Reykjavíkurborg.

Styttan var sett upp í Sogamýri 1966, flutt á Hlemmtorg 2005 í tilefni af fimmtugsafmæli Sigurjóns Ólafssonar. Árið 1958 fól Reykjavíkurborg honum að gera bronsmynd af klyfjahesti sem skyldi komið fyrir á Hlemmi, en þar var forðum áningarstaður hestalesta til og frá Reykjavík. Einnig var áformað að koma fyrir á Hlemmi eftirlíkingu drykkjarþróarinnar sem þar var. Verkið sýnir folaldsmeri með klyfjum. Vinstra megin ber hún planka, en koffort og pinkla hægra megin. Í humátt á eftir henni töltir folald og hnusar að móður sinni. Folaldið er með í för til að árétta að listamaðurinn sé að fjalla um aðstæður fátæka bóndans sem ekki hafi efni á að hlífa folaldsmeri sinni við klyfjum. Sigurjón hafði ungur fylgst með bændum á ferð með klyfjaða hesta sína í kaupstaðaferðum á Eyrarbakka. Til er ljósmynd frá 1890 af slíkri kaupstaðarferð sem talið er að listamaðurinn hafi haft til hliðsjónar. Hann vann síðan að hugmyndinni á árunum 1959–63 og verkið var steypt í brons hjá Lauritz Rasmussen í Kaupmannahöfn 1965. Sökum kostnaðar var folaldið ekki sent til afsteypu fyrr en 1984.

Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

KARL ÁGÚST HÆTTUR AÐ FYLGJAST MEÐ FRÉTTUM – HENTAR HONUM PRÝÐILEGA

"Nú eru umtalsverðir áratugir síðan ég samdi og flutti þetta atriði í Áramótaskaupi. Þá fannst mér það fjölmiðlafár og - della sem ríkjandi var...

TAXI PIKKFASTUR Í FORNÖLD

"Íslenski leigubílamarkaðurinn var einfaldlega pikkfastur í örgustu fornöld, og stór hluti hans er það því miður enn," segir Pawel Bartoszek í borgarsstjórnarhópi Viðreisnar og...

MINNINGARATHÖFN OG ERFIDRYKKJA SVENNA Á MÓNAKÓ

Sveinn Reynir Sigurjónsson, þekktur karakter í mannlífsflóru miðborgar Reykjavíkur, lést flestum að óvörum fyrir nokkrum dögum. Minningarathöfn og erfidrykkja verður á barnum Mónakó á...

ERLENDUM RÍKISBORGURUM Á ÍSLANDI FJÖLGAR HELMINGI HRAÐAR EN ÍSLENSKUM

"Alls voru 78.901 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí sl. og fjölgaði þeim um 4.478 einstaklinga frá 1. desember...

JÓGA Í SUMARBÚSTAÐINN – HEIMSENDING

Take away jóga - tilkynning: - Ertu í sumarfríi en vilt fá jóga heim eða í sumarbústaðinn? Jógatímar með Jógasetrinu á netinu. Njóttu á þínum hraða á...

ZEBRABRAUT TRUFLAR UMFERÐ

Í næstu viku er áætlað að hefja framkvæmdir við gönguþverun þar sem Reykjastræti þverar Geirsgötu. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir 15. júlí og klára verkefnið fyrir...

SPESSI FLUTTI Í ÖRÆFIN – FAUK

,,Ég flutti í Öræfi í ágúst síðastliðinn, sem var töluverð áskorun fyrir mig. Þá var haustið að byrja og veturinn með myrkrinu sem varð...

REYKJAVÍK TODAY

Reykjavík today / horft til vesturs / erla þórarinsdóttir

ALEXANDER HOLROYD ÞINGMAÐUR FRAKKA Á ÍSLANDI

Alexander Holroyd úr Miðjubandalagi Macron forseta var kjörinn þingmaður Frakka sem búsettir eru í Norður Evrópu eftir kosningakerfi sem greint var frá í frétt...

TANSANÍA STAL HJARTA SÖLVA

"Tansanía hefur stolið hjarta mínu. Frá víðáttumiklum sléttum til líflegra menningar, þetta land er stórkostlegt," segir Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður og heldur áfram: "En það er...

LÍFSLEIKNI LINDU

"Allir litlu daglegu vanarnir og rútínurnar eru það sem skiptir öllu máli þegar þú vilt gera breytingar til batnaðar," segir alheimsfegurðardrottningin og heilsugúrúinn Linda...

SUMARHÁTÍÐIR ÚT UM ALLT

Varla er hægt að þverfóta á landinu sumarið 24 vegna sumarhátíða sem dreifa sér þétt eins og sést á þessu korti. Helst eru það...

Sagt er...

Þessi rússneska landbúnaðarbifreið var meðal vinninga í happdrætti DAS 1956 og kom upp á miða 13986 sem seldur hafði verið í umboðinu í Austurstræti....

Lag dagsins

Harrison Ford er 82 ára í dag. Einn mesti gullkálfur bandarískra kvikmyndaframleiðenda í Hollywood um áratugaskeið. Hann millilendir oft flugvél sinni í Keflavík og...