HomeGreinarGAMLA REYKJAVÍK Í ÚTRÝMINGARHÆTTU

GAMLA REYKJAVÍK Í ÚTRÝMINGARHÆTTU

„Fyrir rúmlega 50 árum vildu gömlu mennirnir rífa mikið af 50-70 ára húsum hvar sem þau urðu í veginum fyrir skipulaginu eða bara til þess að útvega bifreiðastæði. Við unga fólkið mótmæltum þessu harðlega,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt og heldur áfram:

„Nú, 50 árum seinna, eru stjórnvöld enn á fullu að rífa 60-80 ára gömul hús og finnst það bara í himnalagi?

Skrítið!

Ég hef á tilfinningunni að það hafi aldrei verið rifið jafn mikið af húsum í Reykjavík og undanfarin 10 ár. Ég hef líka á tilfinningunni að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hvað niðurrifið er mikið eða að þau séu í e.k. afneitun og haldi að þetta sé ekki eins mikið og það er í raun. Ég tek undir með þeim sem halda því fram að mest af þessu niðurrifi er óþarft og málin megi leysa betur með öðrum hætti.

Ástæðurnar fyrir öllu þessu niðirrifi eru margar og oftast vegna þess að fjáraflamenn vilja ávaxta pund sitt og fá meiri nýtingu á lóðum sínum. Oft eru gömul hús látin grotna niður og grenjavædd og svo er heimild fengin frá borginni til niðirrifs.

Mér sýnist þarna sé um að ræða fleiri tugi húsa. Líkega 10 við Hverfisgötu og annað eins eða meira við Laugaveg, heil húsaröð við Frakkastíg, hús við Vatnsstíg, nokkur hús við Vitastíg, Baldursgötu og við Hringbraut og Sólvallagötu og Skúlagötu þurftu að víkja. Svo þurfti að rífa byggingar á Kirkjusandi og húsin á Orkureitnum við Suðurlandsbraut og Ármúla og hús Hitaveitunnar við Grensásveg og ekki má gleyma húsunum sem voru látin víkja fyrir Vogabyggð fjögur hús við Sogaveg og tvö við Njálsgötu og mörgum fleirum sem ekki verða talin hér.“

TENGDAR FRÉTTIR

TONY COOK Á ÍSLANDI

Hljóðupptökumeistarinn Tony Cook naut kvöldverðar á Forréttabarnum í Nýlendugötu ásamt gömlum félaga úr tónlistinni, Lárusi Grímssyni og eiginkonu hans, í gærkvöldi. Tony starfaði hér...

DÓMKIRKJUPRESTUR GIFTI SON SINN Á HEIMAVELLI

Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur gifti son sinn á heimavelli í Dómkirkjunni í síðustu viku. Hátíðleg fjölskyldustund hjá föður og syni. Ragnar Sveinsson heitir sonurinn og nýbökuð...

SAGA AF KRISTJÁNI EIGINMANNI HÖLLU HRUNDAR

Fyrir um tveimur áratugum keyptum við fjölskyldan fína íbúð í Skaftahlíð. Þar ætluðum við að setjast að helst fyrir lífstíð. Þess vegna var miklu...

DAGFORELDRAR ATHUGIÐ!

Á vef Reykjavíkurborgar eru nú auglýstar tvær eignir sem dagforeldrar geta leigt fyrir starfsemi sína. Húsnæðið verður eingöngu leigt þeim sem hyggst nýta húsnæðið til...

SNORRI Í MIÐFLOKKINN

Úr aldingarði Alþingis: - Snorri Másson fjölmiðlamaður með skoðanir verður í fyrsta sæti á einum af framboðslistum Miðflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar ef áform þess efnis ganga...

KOPARINN Í BÖRSEN – BLESSAÐ HANDVERKSFÓLKIÐ

Sveinn Markússon járnlistamaður segir söguna um koparinn í kauphöllinni Börsen í Kaupmannahöfn sem brann fyrir skemmstu - byggt 1624. "Sjáið handverkið," segir hann: - Blessað handverksfólkið. Trésmiðunum...

RATCLIFFE KAUPIR ÆSKUHEIMILI GUNNU DÍSAR OG BYGGIR SUMARHÖLL

Beski auðmaðurinn, Sir Jim Ratcliffe, sem safnað hefur jörðum á Norðausturlandi hefur nú keypt jörðina þar sem fjölmiðlastjarnan Gunna Dís ólst upp ásamt með...

TVEIR FYRIR EINN TILBOÐ?

“Baldur og Felix verða á Sauðárkróki” heyrðist í útvarpsauglýsingu. Eru þeir báðir í framboði ? Er þetta svona tilboð, “tveir fyrir einn?" spyr Ragnar...

MEGAS Í KRINGLUNNI

"Hitti Megas og Möggu í dag, í Kringlunni af öllum stöðum. Vorum hissa en glöð og það áttu sér stað fagnaðarfundir," segir Einar Þór...

FISKIKÓNGURINN ALLTAF SKREFI Á UNDAN

Fiskikóngurinn á Sogavegi sér tækifæri í hverju horni - alltaf skrefi á undan öðrum. Hér birtist frétt um um fiskbúð á Sundlaugavegi 12 sem hefur...

STYTTA SÉR LEIÐ Í LEIFSSTÖÐ

Rétt áður en komið er að síðasta hringtorginu á leið í Leifsstöð er kominn malbikaður göngustígur sem stytti leið gangandi túrista á flugvöllinn. Gallinn...

BUBBADEILUR Á FACEBOOK

"Ég sá Bubba Morthens syngja og spila í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Hann var algjörlega frábær!...6 stjörnur af 5 mögulegum. Vá vá vá!" segir Ólafur...

Sagt er...

"Afastràkarnir Alexander og Gunnar Berg voru í heimsókn hjâ frænda sínum Jóa Berg (Burnley) í gær," segir Ingvi Hrafn Jónsson fyrrum fréttastjóri bæði á...

Lag dagsins

Aldurinn læðist aftan að mönnum líkt og syndin - lævís og lipur. Al Pacino, einn sá frægasti meðal leikara, er 82 ára í dag. https://www.youtube.com/watch?v=F2zTd_YwTvo