HomeGreinarPABBI GUÐMUNDAR BJARGAÐI LÍFI GUÐMUNDAR ANDRA

PABBI GUÐMUNDAR BJARGAÐI LÍFI GUÐMUNDAR ANDRA

Samskipti á samskiptamiðlum taka á sig ýmsar myndir og stundum alveg gagnvirkar eins og þegar Guðmundur Magnússon rithöfundur á blaðamaður minntist föður síns í gær:

Magnús á læknastofu sinni á Klapparstíg.
Magnús á læknastofu sinni á Klapparstíg.

„Pabbi, Magnús Þorsteinsson (1926-2001) hefði orðið 98 ára í dag. Dó aðeins 75 ára gamall úr krabbameini. Blessuð sé minning hans….Hann starfaði nær alla tíð á Heilsuverndarstöðinni gömlu við Barónsstíg, en var auk þess læknir við nokkra skóla borgarinnar. Hann langaði til að lesa bókmenntir, en það þótti óraunsætt. Afi vildi að hann yrði verslunarmaður. Þar var framabrautin greið. En læknisfræðin varð ofan á og í barnalækningar fór hann fyrir tilviljun eftir að styrkur bauðst til framhaldsnáms á því sviði í Münster í Þýskalandi 1955.“

Þetta vekur viðbrögð hjá Gumðundi Andra Thorssyni rithöfundi:

„Pabbi þinn bjargaði lífi mínu þegar ég var fimm ára og fékk heilahimnubólgu. Læknir hafði komið um morguninn og sagt mig vera með flensu. Mér hrakaði þegar leið á daginn og mamma náði ekki í neinn lækni fyrr en pabba þinn, sem kom með hraði og dreif mig beint á spítala þegar hann sá mig. Hann var og er í hávegum hafður í minni fjölskyldu.“

TENGDAR FRÉTTIR

HELGI Í FÓTSPOR BUBBA

Stórstjarnan Helgi Björns fetar í fótspor Bubba Morthens og hefur látið útbúa myndverk með textabrotum úr vinsælum lögum sínum: "Ég vildi láta ykkur vita að...

TOMMI TÝNIR KETTI

Hjálparbeiðni: - Þessi dásamlega kisa sem heitir Jasmin er týnd. Hún býr í Mjóstræti i Grjótaþorpi. Ef þið verðið vör við hana hafið samband við Tomma...

SAMBAND MICHAEL JACKSON OG BJARKAR 2003

Hin eina og sanna Björk Guðmundsdóttir fékk póst frá Michael Jackson árið 2003 sem sendur var á heimasíðu hennar. Svona var það: --Michael Jackson, Santa...

105 ÁR FRÁ FÆÐINGU HELGA HÓSEASSONAR

Helgi Hóseasson (1919-2009) húsasmíðameistari á Langholtsvegi, mótmælandi og andófsmaður í sérflokki, hefði orðið 105 ára í dag. Sjá forvitnilega umfjöllun hér.

VEISLAN HEFST Á MORGUN

Afmælistónleikar Helga Björns eru í Hörpu um helgina en Helgi þjófstartaði afmælinu í Hofi fyrr í haust. "Við erum búin að vera að undirbúa þessa...

STUÐ Á AKUREYRI – SIGMUNDI EKKI VÍSAÐ ÚT

"Þð er stuð á Akureyri," segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir...

X-D Á LEIÐINNI HEIM FRÁ TENERIFE

"Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands...

STJÓRNIÐ AUKAKÍLÓUNUM MEÐ EGGJUM

"Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu...

SIGURSÆLIR SUNDKAPPAR

Árið er 1949. Staðurinn líklega Sundhöll Reykjavíkur. Iðnskólinn þar rétt hjá. Helga Erlends veit meira um málið enda pabbi hennar á myndinni: "Sundkappar sem voru...

GUÐJÓN MINNIST VINAR

"Gamall vinur minn, Kristján E. Guðmundsson, öðru nafni Diddi, er borinn til grafar í dag," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur: "Við vorum samkennarar í...

JÓLATÓNLEIKAR SNORRA

Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember. Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi,...

HAARDE ÁRITAÐI FYRIR SÓLRÚNU

Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn...

Sagt er...

Sjá upprunalega frétt hér.

Lag dagsins

Hin eina sanna Björk er 59 ára í dag. Til hamingju Ísland!