Sagt er að Bergsteinn Sigurðsson einn af umsjónarmönnum Kastljósþáttar ríkisins skrifi brandarana ofan í Gísla Martein sem hann nefnir Fréttir vikunnar. Nú síðast fjallaði ein „fréttin“ um samstarfsmann þeirra félaga sem ruglaðist á veðurkortum og úr varð mikill hlátur.
Nú er það þannig að ekki er venja fyrir því að gera grín af mistökum samstarfsmanna sinna í skemmtiþætti í beinum útsendingum eins og þarna var gert. Eitthvað siðrof hefur orðið þegar þeir félagar, Gísli Marteinn og Bergsteinn ætluðu að stytta sér leið með því að fara þennan hliðarveg en lásu ekki vegvísinn á gatnamótunum þar sem stóð einfaldlega: Dead End.