HomeGreinarSKÍÐALYFTUMARTRÖÐ ÖNNU HILDAR

SKÍÐALYFTUMARTRÖÐ ÖNNU HILDAR

„Slysin gera ekki boð á undan sér og á stundum er raunveruleikinn skáldskapnum lygilegri, eins og ég fékk svo sannarlega að upplifa á eigin skinni síðastliðinn laugardag,“ segir Anna  Hildur Wolfram Björnsdóttir  sem lenti í skíðalyftumartröð andskotans:
„Ég var stödd á skíðasvæði úti á landi í geggjuðu færi og frábæru veðri ásamt fjölda annarra skíða- og brettafólks. Undir miðjan dag er ég á leið upp með diskalyftu og er komin nokkuð áleiðis þegar lyftan tekur að hegða sér furðulega. Ég lyftist ögn frá jörðu tvisvar sinnum með stuttu millibili og er að nálgast eitt mastranna sem bera togvírinn uppi. Áður en ég veit af hefur lyftan kippt mér upp frá jörðu og þeytt mér upp í topp mastursins sem hafði verið framundan, á að giska ca. 5-6 metra hátt. Ég fæ verklegt högg á vinstra læri þegar ég skell utan í hjólin á toppi mastursins, diskurinn sem ég hafði haft skorðaðan milli fótanna losnar frá mér og á einhvern undraverðan hátt næ ég góðu taki á hjólunum á mastrinu og hangi hálf á hvolfi, með annan fótinn fastan í snjóbrettinu, brettið upp í loft og horfi upp í himininn.
Ég átta mig fljótt á því að ég mun ekki geta bjargað mér úr þessari klípu af sjálfsdáðum og rígheld mér því í hjólin og hreyfi hvorki legg né lið af ótta við að missa takið og hrapa til jarðar með höfuðið fyrst. Að óljósum tíma liðnum heyri ég vélsleða nálgast og skömmu síðar kallar starfsmaður svæðisins til mín. Hann klifrar upp stiga á mastrinu til að ná til mín, losar snjóbrettið af fætinum á mér og aðstoðar mig við að rétta mig við, ná taki á stiganum og klöngrast niður.
Eftir heimsókn á Heilbrigðisstofnun svæðisins reyndist ég blessunarlega óbrotin, en illa marin, verulega bólgin og með húðblæðingar. Lyftunni var samstundis lokað og tilkynning send á Vinnueftirlitið, sem framkvæmir úttekt á atvikinu sem og lyftubúnaðinum áður en heimilt verður að taka hana í notkun á ný.
Ég þekki ekki lagaumhverfi í kringum öryggisatriði tengt lyftum sem þessum, en spyr mig hvort tímabært sé að endurskoða almennt regluverk og eftirlit með þeim í ljósi nýliðins atburðar. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef eitt barnanna sem voru gestir á svæðinu þennan dag hefði tekið flugið í minn stað.
Atvik sem þetta eiga ekki að geta átt sér stað, enda almennt mikið lagt upp úr öryggi toglyftubúnaðar. Staðreyndin er engu að síður sú að hið ótrúlega raungerðist og fyrir hreina tilviljun fór ekki verr en raun ber vitni.
Á meðfylgjandi mynd má sjá umrætt mastur sem ég þeyttist upp í. Ef rýnt er í myndina sést að vírinn, sem á að öllu jöfnu að vera fastur milli hjólanna hægra megin á mastrinu, er staðsettur marga metra fyrir ofan það.
TENGDAR FRÉTTIR

HELGI Í FÓTSPOR BUBBA

Stórstjarnan Helgi Björns fetar í fótspor Bubba Morthens og hefur látið útbúa myndverk með textabrotum úr vinsælum lögum sínum: "Ég vildi láta ykkur vita að...

TOMMI TÝNIR KETTI

Hjálparbeiðni: - Þessi dásamlega kisa sem heitir Jasmin er týnd. Hún býr í Mjóstræti i Grjótaþorpi. Ef þið verðið vör við hana hafið samband við Tomma...

SAMBAND MICHAEL JACKSON OG BJARKAR 2003

Hin eina og sanna Björk Guðmundsdóttir fékk póst frá Michael Jackson árið 2003 sem sendur var á heimasíðu hennar. Svona var það: --Michael Jackson, Santa...

105 ÁR FRÁ FÆÐINGU HELGA HÓSEASSONAR

Helgi Hóseasson (1919-2009) húsasmíðameistari á Langholtsvegi, mótmælandi og andófsmaður í sérflokki, hefði orðið 105 ára í dag. Sjá forvitnilega umfjöllun hér.

VEISLAN HEFST Á MORGUN

Afmælistónleikar Helga Björns eru í Hörpu um helgina en Helgi þjófstartaði afmælinu í Hofi fyrr í haust. "Við erum búin að vera að undirbúa þessa...

STUÐ Á AKUREYRI – SIGMUNDI EKKI VÍSAÐ ÚT

"Þð er stuð á Akureyri," segir Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins um frétt þess efnis að honum hefði verið vísað á dyr í Verkmenntaskólanum fyrir...

X-D Á LEIÐINNI HEIM FRÁ TENERIFE

"Við Steinunn höfðum áhyggjur af því að geta ekki kosið. Komum hingað til Tenerife áður en utankjörstaðakosning hófst heima og förum ekki til Íslands...

STJÓRNIÐ AUKAKÍLÓUNUM MEÐ EGGJUM

"Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu...

SIGURSÆLIR SUNDKAPPAR

Árið er 1949. Staðurinn líklega Sundhöll Reykjavíkur. Iðnskólinn þar rétt hjá. Helga Erlends veit meira um málið enda pabbi hennar á myndinni: "Sundkappar sem voru...

GUÐJÓN MINNIST VINAR

"Gamall vinur minn, Kristján E. Guðmundsson, öðru nafni Diddi, er borinn til grafar í dag," segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur: "Við vorum samkennarar í...

JÓLATÓNLEIKAR SNORRA

Snorri Ásmundsson fjöllistamaður verður með jólatónleika í menningarmiðstöðinni Hannesarholti á Grundarstíg 10 R. í byrjun desember. Snorri, sem gjarnan er sagður færasti píanóleikari í heimi,...

HAARDE ÁRITAÐI FYRIR SÓLRÚNU

Þau tíðindi urðu á bókahátíðinni í Hörpu um helgina að Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, áritaði bók handa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir fyrrum kollega í ríkisstjórn...

Sagt er...

Sjá upprunalega frétt hér.

Lag dagsins

Hin eina sanna Björk er 59 ára í dag. Til hamingju Ísland!