HomeGreinarTONY BLAIR SPRENGDI ÞRIÐJA HJÓNAND MURDOCHS

TONY BLAIR SPRENGDI ÞRIÐJA HJÓNAND MURDOCHS

Ekki sér fyrir endann á ástarævintýrum fjölmiðlaolígarksins Ruperts Murdochs. Hann sté niður úr stjórn risa-fyrirtækjasamsteypu sinnar 92 ára en sér aldurinn ekki sem fyrirstöðu til að efna til nýrra ástarsambanda.

Rupert tilkynnti Jerry Hall í fyrra með tölvupósti að hann vildi skilnað, sagðist hafa of mikið á sinni könnu.
Rupert tilkynnti Jerry Hall í fyrra með tölvupósti að hann vildi skilnað, sagðist hafa of mikið á sinni könnu.

Fyrir nokkrum dögum barst tilkynning frá skrifstofu hans um að hann hyggðist kvænast núverandi kærustu, Elenu Zhukova, 67 ára, líffræðingi sem hann byrjaði að ,,deita“ síðastliðið sumar. Þetta yrði fimmta hjónaband Murdochs en hann skildi við Jerry Hall (fyrrum eiginkonu Mick Jaggers) árið 2022. Í kjölfar þess átti hann í sambandi við Ann Lesley Smith, tannfræðing, en sleit því skyndilega eftir tvær vikur.

Nýja konan Elena Zhukova, 67 ára, líffræðiingur sem Murdoch byrjaði að ,,deita“ síðastliðið sumar.
Nýja konan Elena Zhukova, 67 ára, líffræðiingur sem Murdoch byrjaði að ,,deita“ síðastliðið sumar.

Murdoch kynntist núverandi kærustu í gegnum þriðju eiginkonu sína, Wendi Deng, sem hann á tvær dætur með en þau skildu eftir meint framhjáhald hennar með Tony Blair. Væntanlegt kvonfang hans kom til Bandaríkjanna frá fyrrum Sovétríkjunum rétt áður en þau liðu undir lok. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Alexander Zhukov, varð milljarðamæringur með fjárfestingum í orkugeiranum en þó ekki í Hitaveitu Suðurnesja svo vitað sé. Hann er nú breskur ríkisborgari og býr í London. Dóttir þeirra Elenu og Alexanders, Dasha, er öflug í góðgerðastarfssemi en hún var, þar til 2017, gift rússneska olígarkanum Roman Abramovich. Ætla má af þessum staðreyndum að Elena sé ekki að giftast til fjár og að Rupert á tíræðisaldri búi enn yfir nægum sjarma til að laða að sér konur. Auk þess sem sækjast sér um líkir.

Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

KORMÁKUR OG SKJÖLDUR Í BRYNJU Á LAUGAVEGI

Viðskiptaveldi Kormáks og Skjaldar er að flytja inn í sögufrægt hús verslunarinnar Brynju á Laugavegi sem staðið hefur autt um skeið eftir að Brynja...

PALESTÍNUSTRÖND 1944

Þetta er strönd í Palestínu 1944. Fjórum árum síðar var Ísraelsríki stofnað.

ALDURSFORSETI ALÞINGIS TIL Í SLAGINN

Tómas A. Tómasson alþingismaður Flokks fólksins er aldursforseti þingsins sem nú verður endurnýjað í boðuðum kosningum. Tommi er ánægður með titilinn: "Ég er 75 ára...

ERLA LOKKAR OG LAÐAR Í RAMMAGERÐ

Þessi risamynd blasir við viðskiptavinum Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg þegar þeir ganga inn. Íslenk kona, umvafin íslenskri ull lokkar og laðar og virkar hvetjandi á...

INGA SÆLAND Í HLUTVERKI SOFFÍU FRÆNKU

Í væntanlegri kosningabaráttu, og reyndar allan sinn pólitíska feril, hefur Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið í hlutverki Soffíu frænku eins og við þekkjum...

DULARFULL LOKUN Á NESJAVALLALEIÐ

Öðruvísi fór en til stóð í helgarbíltúr fjölskyldu sem ætlaði til Þingvalla Nesjavallaleið frá Vesturlandsvegi við Geitháls. Risastór skilti hefti leið þar sem varað...

EKKI PRÍLA Á HUNDINUM

Fyrir hálfa milljón er hægt að kaupa hund í Húsgagnahöllinni sem aldrei þarf að fara með út að ganga né hirða upp skít. Þægilegri...

FORSETINN Á AFMÆLI – KLÚTADAGUR Á HRAFNISTU

Vistfólk á Hrafnistu er með klútadag í tilefni af afmæli Höllu Tómasdóttur forseta sem er 56 ára í dag. Plaköt voru prentuð, kátt á...

HVAÐ ER FRIÐUR FYRIR MÉR?

Myndir sjö reykvískra grunnskólanema hafa verið valdar sem framlög Reykjavíkur í alþjóðlega myndlistarsamkeppni barna. Samtök friðarborgarstjóra, Mayors for Peace, standa árlega fyrir keppninni í...

PERUSVINDL LEIÐRÉTT Í KRÓNUNNI

Hilluverð á perum í Krónunni á Hallveigarstíg hefur verið leiðrétt eftir að frétt um málið birtist hér. Stykkið af perum sem kostaði 55 krónur í...

ENGLANDSBANI GRIKKJA

Ivan Jovanović stakk í stúf og vakti athygli þar sem hann sat á hækjum sér á hliðarlínunni í leik Grikkja og Englendinga í Þjóðadeidinni...

PERUSVINDL Í KRÓNUNNI

"Stundum þarf maður að kveikja á perunni. Þarna er verið að plata neytendur," segir viðskiptavinur Krónunnar á Hallveigarstíg sem greip með sér eina peru...

Sagt er...

Jens Garðar er 47 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996, stundaði nám við...

Lag dagsins

Kristján krónprins Dana er 19 ára í dag. Hann þykir efnilegastur allra prinsa í Evrópu og myndarlegur eftir því. Hann verður kóngurinn þegar fram...