Fyrir daga Júlíusar Sesars byrjaði árið hjá Rómverjum í marsmánuði. Þá var farið að vora og upplagt að fara í stríð enda heitir herguðinn Mars. Þessi stríðsmánuður hér á Fróni er frekar fúllyndur, umhleypinga- og illviðrasamur, þó undantekning sé á eins og góðviðrið í dag og því er upplagt heilsuráð að einblína á meltingarveginn. Hugið að fjölbreyttu fæði, drekkið vatn og hreyfið ykkur hressilega á hverjum degi. Heilbrigð meltingarfæri hafa góð áhrif á alla líðan og heilsu.