Jakob Frímann Magnússon alþingismaður var að flytja inn í skrifstofu í umdeildiri nýbyggingu Alþingis við Tjörnina. Jakob átti eins von á útsýni eins og á Litla Hrauni sem kvartað hefur verið yfir. En viti menn! Útsýnisgluggi Jakobs spannar Ráðhúsið, Tjörnina og fyrstu íbúðina sem hann keypti í Tjarnargötu 10 B.
„Gæti ekki verið betra. Þarna í risíbúðinni voru tekin upp mörg minnistæð atriði úr kvikmyndinni Með allt á hreinu; sjónvarpstæki stútað og plötuspilari fauk út um gluggann,“ segir Jakob ánægður með nýja útsýnisgluggann sinn.